Erlent

Vilja að Shinawatra segir af sér

Tugþúsundir Taílendinga söfnuðust saman í Bangkok, höfuðborg landsins í gær og kröfðust afsagnar forsætisráðherra landsins, Thaksin Shinawatra. Mótmælin hafa staðið yfir dögum saman en ráðherrann er sakaður um valdníðslu og spillingu. Dropinn sem fyllti mælinn var þegar hann seldi Shin símafyrirtækið til Singapore. Fyrirtækið var að mestu leyti í eigu fjölskyldu forsætisráðherrans en landsmenn hafa þó alltaf litið á það sem þjóðareign sem ekki megi selja úr landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×