Lætur Schumacher heyra það 12. september 2006 15:48 Fernando Alonso NordicPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher hjá Ferrari sé óíþróttamannslegasti ökuþór í sögu Formúlu eitt og hlakkar til að losna við hann úr keppni á næsta ári eftir að Þjóðverjinn tilkynnti að hann ætlaði að hætta eftir yfirstandandi keppnistímabil. Eftir að Alonso hafði verið með þægilegt forskot í keppni ökumanna í allt sumar, er nú Schumacher aðeins tveimur stigum á eftir honum eftir keppni helgarinnar. Alonso er ekki hrifinn af aðferðafræði Þjóðverjans og segir aðstandendur Formúlu 1 vera hliðholla Ferrari, en hann viðurkennir þó að Schumacher sé frábær ökumaður. "Michael Schumacher er óíþróttamannslegasti ökumaður í sögu Formúlu eitt og enginn hefur fengið jafn mörg keppnisbönn á ferlinum og hann. Það breytir þó engu um það að hann hefur verið besti ökumaðurinn og það hefur verið mikill heiður og ánægja að keppa við hann - mótin verða kannski jafnari eftir að hann hættir," sagði Alonso, sem vill meina að ráðandi öfl í kring um íþróttina hafi verið Ferrari og Schumacher hliðholl. "Það eru óneitanlega hagsmunaárekstrar í Formúlu 1. Við erum að tala um sigursælasta ökumann í sögu íþróttarinnar en honum veitir ekkert af smá hjálp. Hann hefur stundum fengið að fara yfir línuna á grófan hátt og það er auðvitað hneyksli," sagði Alonso. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segir að Michael Schumacher hjá Ferrari sé óíþróttamannslegasti ökuþór í sögu Formúlu eitt og hlakkar til að losna við hann úr keppni á næsta ári eftir að Þjóðverjinn tilkynnti að hann ætlaði að hætta eftir yfirstandandi keppnistímabil. Eftir að Alonso hafði verið með þægilegt forskot í keppni ökumanna í allt sumar, er nú Schumacher aðeins tveimur stigum á eftir honum eftir keppni helgarinnar. Alonso er ekki hrifinn af aðferðafræði Þjóðverjans og segir aðstandendur Formúlu 1 vera hliðholla Ferrari, en hann viðurkennir þó að Schumacher sé frábær ökumaður. "Michael Schumacher er óíþróttamannslegasti ökumaður í sögu Formúlu eitt og enginn hefur fengið jafn mörg keppnisbönn á ferlinum og hann. Það breytir þó engu um það að hann hefur verið besti ökumaðurinn og það hefur verið mikill heiður og ánægja að keppa við hann - mótin verða kannski jafnari eftir að hann hættir," sagði Alonso, sem vill meina að ráðandi öfl í kring um íþróttina hafi verið Ferrari og Schumacher hliðholl. "Það eru óneitanlega hagsmunaárekstrar í Formúlu 1. Við erum að tala um sigursælasta ökumann í sögu íþróttarinnar en honum veitir ekkert af smá hjálp. Hann hefur stundum fengið að fara yfir línuna á grófan hátt og það er auðvitað hneyksli," sagði Alonso.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira