Innlent

Tíu útgerðir með helming kvótans

Togarinn Vigri á þessari mynd tengist fréttinni ekki beint en myndin er snotur.
Togarinn Vigri á þessari mynd tengist fréttinni ekki beint en myndin er snotur. MYND/Stefán Karlsson

Tíu útgerðir hafa yfir að ráða meira en helmingi allra fiskveiðiheimilda í íslenskri lögsögu og þar af fengu fimm stærstu útgerðirnar úthlutað þriðjungi kvótans, samkvæmt úttekt í nýjasta tölublaði Fiskifrétta. Alls fengu 192 aðilar úthlutað kvóta við upphaf nýs fiskveiðiárs í byrjun mánaðarins, en stærsta útgerðin, HB Grandi, ræður yfir 10 prósentum kvótans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×