Innlent

Saurgerlar í drykkjarvatni á Borgarfirði

Íbúar á Borgarfirði eystra hafa þurft að sjóða allt kranavatn sem ætlað er til neyslu eftir að Heilbrigðiseftirlit Austurlands fann kólígerla í vatninu, en slíkt vatn er ekki talið hæft til manneldis. Ástæðan er bágur frágangur við tvo af sex lindarbrunnum bæjarins þannig að yfirborðsvatn hefur komist í þá.

Fréttavefurinn austurlandid.is greinir frá þessu. Þar til búið er að aftengja brunnana til viðgerða geta Borgfirðingar því ekki drukkið vatnið beint úr krananum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×