Erlent

Föst í brunni daglangt

Kona þurfti að dúsa daglangt í tæplega tuttugu metra djúpum brunni í bænum Xintai í Kína í gær eftir að hún féll ofan í hann. Ekki er vitað hvernig atvikið bar að en konan hafði aðeins verið ofan í brunninum í um klukkustund þegar hennar varð vart og björgunarlið sent á vettvang. Jarðvegurinn í kringum brunninn, sem er einungis þrjátíu og átta sentimetrar í þvermál, var grafinn upp til að hægara væri um vik að koma konunni til bjargar og var bæði notast við skóflur og stórvirkar vinnuvélar. Á meðan aðgerðum stóð var súrefni dælt niður til konunnar. Þúsundir manna fylgdust með björguninni og fögnuðu mjög þegar konan var loks laus úr prísundinni, en heilsa hennar er sögð góð eftir atvikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×