Erlent

Völd konungs skert

MYND/AP

Völd Gyanendra konungs í Nepal skerðast töluvert samkvæmt nýrri ályktun sem þing landsins samþykkti í morgun. Samkvæmt henni verður konungur meðal annars ekki lengur æðsti yfirmaður hersins og honum verður gert að greiða skatta.

Konungur kallaði þing aftur saman eftir blóðug mótmæli í landinu í síðasta mánuði þar sem þess var krafist að konungur afsalaði sér alræðisvaldi sem hann hafði tekið sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×