Erlent

Röð sprenginga í Bagdad

Móðir syrgir þrjá syni sína sem allir voru skotnir til bana í dag þegar þeir voru á leið til vinnu í borð um rútu.
Móðir syrgir þrjá syni sína sem allir voru skotnir til bana í dag þegar þeir voru á leið til vinnu í borð um rútu. MYND/AP

Ekkert lát virðist ætla að verða á ofbeldisverkum og sprengjuárásum í Írak. Sjö féllu og fjölmargir særðust í röð sprenginga í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Þá voru átta skotnir til bana í borginni á sama tíma.

Í norður hluta Bagdad sprakk sprengja nálægt bílalest lögreglumanna. Sjö féllu, fjórir lögreglumenn og þrír óbreyttir borgarar. Fjórir særðust, þar af tveir vegfarendur. Bílalestin var á ferð rétt við tyrkneska sendiráðið þegar sprengjan sprakk og kviknaði þá í fjölmörgum nálægum bílum. Þá sprakk vegsprengja í miðborg Bagdad nálægt lögreglustöð. Einn vegfarandi særðist og tveir bílar eyðilögðust.

Byssumenn réðust inn í rútu á strjálbýlu svæði í suðvestur hluta Bagdad í morgun. Átta Írakar sem voru um borð voru skotnir til bana. Fórnarlömbin voru rútubílstjórinn og sjö bifvélavirkjar sem voru á leið til vinnu.

Lík tveggja manna fundust í Karbala, áttatíu kílómetra suður af Bagdad, í morgun. Svo virðist sem mennirnir hafi verið skotnir en þeir voru félagar í Bath-flokki Saddams Hússeins, fyrrverandi Íraksforseta. Þeir voru frá Egyptalandi og Írak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×