Innlent

Yfirgáfu heimili vegna skriðuhættu

Aurskriða sem féll á Grænuhlíð í gær.
Aurskriða sem féll á Grænuhlíð í gær. MYND/Stöð 2

Íbúar á að minnsta kosti fimm bæjum innst í Eyjafirði, yfirgáfu heimili sín í gærkvöldi og gistu hjá vinum og ættingjum vegna hættu á frekari aurskriðum. Ekki er þó vitað um skriðuföll á svæðinu í nótt, en aurskriða féll á veginn í Hörgárdal laust fyrir miðnætti og lokaði honum.

Við það einangraðist bærinn Staðarbakki, þar sem sjö manns búa, en fólkinu er ekki talin hætta búin. Þá fór Brunná úr böndunum í nótt og flæddi um Kjarnaskóg ofan við Akureyri og olli einhverju tjóni á stígum og vegi. Unnið var að því í nótt að beina ánni í farveg sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×