Innlent

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins til taks á Selfossi

Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu fara nú á fjórða tímanum austur fyrir fjall til þess að vera til taks á Selfossi ef fer að flæða þar inn í hús með hækkandi vatnsborði Ölfusár. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu hafa verið kallaðar út og slökkviliðin í umdæminu eru í viðbragðstöðu.

Í dag hefur Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð verið virkjuð, bæði vegna aðgerða á Eyjafjarðarsvæðinu og vegna vatnavaxta í Hvítá. Í stöðinni eru að störfum fulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, lögreglunnar, Slökkviðs höfuðborgarsvæðisins, Neyðarlínunnar og Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×