Leggur til sæstreng til Írlands fyrir haustið 2008 19. desember 2006 14:44 Starfshópur um öruggt varasamband fjarskipta við umheiminn leggur til að lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og meginlands Evrópu verði lokið haustið 2008. Hópurinn telur það hafa ákveðna kosti að leggja strenginn til Írlands þar sem það auki öryggi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu hópsins sem Sturla Böðvarsson kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun. Á vef samgönguráðuneytisins segir enn fremur að hópurinn leggi til að ríkið og aðrir hluthafar í Farice hf. hefji viðræður um fjármögnun og rekstrarfyrirkomulag á slíkum sæstreng. Einnig er lagt til að kannaður verði áhugi annarra íslenskra aðila. Eins og kunnugt er hefur Ísland verið tengt umheiminum með ljósleiðarastrengnum Cantat-3 sem tekinn var í notkun árið 1994 og með varasambandi gegnum gervihnött sem í dag annar vart meira en talsímaumferð. Þá var Farcie-strengurinn tekinn í gagnið fyrir um þremur árum. Eftir tíðar bilanir á Farice-strengnum skipaði samgönguráðherra starfshóp í júní síðastliðnum til að leggja á ráðin um öruggt varasamband við útlönd. Þess má geta að bilun kom í Cantat-3 strenginn um helgina og hefur það valdið nokkrum vandræðum hjá fyrirtækjum hér á landi. Starfshópurinn segir meðal annars að örugg fjarskipti við umheiminn séu lykilatriði fyrir samskipti og viðskipti við önnur lönd og að röskun á millilandasambandi geti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar. Einnig segir að mikil tækifæri felist í öruggu varasambandi þar sem ein meginforsendan fyrir því að unnt sé að markaðssetja Ísland sem ákjósanlegt land fyrir alþjóðlega fjármálastarfsemi sé fullkomið varasamband milli Íslands og annarra landa. Fram kemur í tilkynningunni á heimasíðu samgönguráðuneytisins að starfshópurinn hafi einkum skoða þrjá mismunandi kosti við lagningu nýrra sæstrengja: Í fyrsta lagi sæstreng milli Íslands og Skotlands með grein til Færeyja. Í öðru lagi streng milli Íslands og Írlands með grein til Færeyja og í þriðja lagi streng milli Íslands og Írlands án greiningar til Færeyja. „Áætlaður kostnaður við þessar leiðir er talinn vera á bilinu 31 til 44 milljónir evra, sem svarar til 2,8 til 3,9 milljarða króna. Dýrasta leiðin er strengur milli Íslands og Írlands með greiningu til Færeyja þar sem leggurinn til Færeyja er mun lengri þannig en ef strengurinn liggur milli Íslands og Skotlands. Hópurinn telur þó ákveðna kosti við það leggja strenginn milli Íslands og Írlands þar sem hann myndi ekki liggja á sama svæði og Farice-1. Er það talið auka öryggi og auk hringtengingar um Farice-1 og nýjan streng við London eru miklir möguleikar á samböndum milli Írlands og Bandaríkjanna," segir á vef samgönguráðuneytisins. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Starfshópur um öruggt varasamband fjarskipta við umheiminn leggur til að lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og meginlands Evrópu verði lokið haustið 2008. Hópurinn telur það hafa ákveðna kosti að leggja strenginn til Írlands þar sem það auki öryggi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu hópsins sem Sturla Böðvarsson kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun. Á vef samgönguráðuneytisins segir enn fremur að hópurinn leggi til að ríkið og aðrir hluthafar í Farice hf. hefji viðræður um fjármögnun og rekstrarfyrirkomulag á slíkum sæstreng. Einnig er lagt til að kannaður verði áhugi annarra íslenskra aðila. Eins og kunnugt er hefur Ísland verið tengt umheiminum með ljósleiðarastrengnum Cantat-3 sem tekinn var í notkun árið 1994 og með varasambandi gegnum gervihnött sem í dag annar vart meira en talsímaumferð. Þá var Farcie-strengurinn tekinn í gagnið fyrir um þremur árum. Eftir tíðar bilanir á Farice-strengnum skipaði samgönguráðherra starfshóp í júní síðastliðnum til að leggja á ráðin um öruggt varasamband við útlönd. Þess má geta að bilun kom í Cantat-3 strenginn um helgina og hefur það valdið nokkrum vandræðum hjá fyrirtækjum hér á landi. Starfshópurinn segir meðal annars að örugg fjarskipti við umheiminn séu lykilatriði fyrir samskipti og viðskipti við önnur lönd og að röskun á millilandasambandi geti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar. Einnig segir að mikil tækifæri felist í öruggu varasambandi þar sem ein meginforsendan fyrir því að unnt sé að markaðssetja Ísland sem ákjósanlegt land fyrir alþjóðlega fjármálastarfsemi sé fullkomið varasamband milli Íslands og annarra landa. Fram kemur í tilkynningunni á heimasíðu samgönguráðuneytisins að starfshópurinn hafi einkum skoða þrjá mismunandi kosti við lagningu nýrra sæstrengja: Í fyrsta lagi sæstreng milli Íslands og Skotlands með grein til Færeyja. Í öðru lagi streng milli Íslands og Írlands með grein til Færeyja og í þriðja lagi streng milli Íslands og Írlands án greiningar til Færeyja. „Áætlaður kostnaður við þessar leiðir er talinn vera á bilinu 31 til 44 milljónir evra, sem svarar til 2,8 til 3,9 milljarða króna. Dýrasta leiðin er strengur milli Íslands og Írlands með greiningu til Færeyja þar sem leggurinn til Færeyja er mun lengri þannig en ef strengurinn liggur milli Íslands og Skotlands. Hópurinn telur þó ákveðna kosti við það leggja strenginn milli Íslands og Írlands þar sem hann myndi ekki liggja á sama svæði og Farice-1. Er það talið auka öryggi og auk hringtengingar um Farice-1 og nýjan streng við London eru miklir möguleikar á samböndum milli Írlands og Bandaríkjanna," segir á vef samgönguráðuneytisins.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira