Innlent

Ólíklegt að olíu verði dælt úr flutningaskipi í dag

MYND/Stöð 2

Eitthvað af hráolíu hefur lekið frá flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði úti fyrir Sandgerði í nótt og er útlit fyrir að ekki takist að dæla olíu úr skipinu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Keflavík. Þar segir að göt séu á skrokki skipsins og vinna fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Olíudreifingu vinna að mengunarvörnum á slysstað.

Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag lést skipverji af danska varðskipinu Triton við björgunarstörf á strandstað í morgun hraðbát með átta sjóliðum hvolfdi og er unnið að því í samvinnu við danska sendiráðið aað tilkynna ættingjum hins látna um atburðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×