Innlent

Varnarviðræður við Norðmenn í dag

MYND/Teitur

Viðræður Norðmanna og Íslendinga um mögulegt varnarsamtarf þjóðanna hófust í utanríkisráðuneytinu í morgun og standa enn. Viðræðunefnd Norðmanna kom til landsins í gærkvöldi. Sendinefndin mun meðal annars skoða varnarsvæðið í Keflavík eftir hádegi.

Í gærmorgun átti sendinefnd Íslendinga viðræður um varnarsamstarf við Dani í Kaupmannahöfn og var ákveðið að þeim viðræðum yrði fram haldið í febrúar. Viðræður við Breta og Kanadamenn eru einnig fyrirhugaðar á næsta ári.

Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, fer fyrir viðræðunefnd Íslendinga. Hann segir varnarsamtarf við þessar þjóðir byggja á því samkomulagi sem gert hafi verið við Bandaríkjamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×