Innlent

Starfsmannavelta fyrirtækja eykst

Út frá gögnum viðskiptaráðgjafar IBM má ætla að sjöunda hver starfsmaður hafi skipt um starf á árinu 2005.
Út frá gögnum viðskiptaráðgjafar IBM má ætla að sjöunda hver starfsmaður hafi skipt um starf á árinu 2005. MYND/Heiða

Starfsmannavelta fyrirtækja hér á landi á árinu 2005 var 14,2% en það samsvarar því að sjöundi hver starfsmaður fyrirtækjanna hafi skipt um starf. Starfsmannaveltan var helmingi meiri en fyrir tveimur til þremur árum þegar tíundi hver starfsmaður skipti um starf.

Starfsmenn við vinnu hér á landi voru fjarverandi í tæplega 10 daga að meðaltali á árinu 2005 vegna veikinda eða slysa. Það er 4,3% vinnudaga. Þetta kemur fram í gögnum ParX viðskiptaráðgjafar IBM. Fjarvistir jukust á árinu, einkum skammtímafjarvistir en það má áætla að veikindalaunagreiðslur hafi numið að minnsta kosti 25 milljörðum króna á árinu 2005.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×