Innlent

Jón HB Snorrason og Haraldur Johannessen úrskurðaðir vanhæfir

MYND/Vísir

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur tók varakröfu Baugsmanna til greina þegar hann úrskurðaði fyrir stuttu, að Jón HB Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, væru vanhæfir til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum þeirra.

Aðalkröfu Baugsmanna, sem var að rannsókninni yrði hætt þar sem hún væri ólögmæt, var hins vegar hafnað. Baugsmenn byggðu kröfur sínar því að með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum hefðu Haraldur Johannessen og Jóns H. B. Snorrason myndað sér fyrir fram skoðun á sekt Baugsmanna og væru því vanhæfir til að fara með málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×