Innlent

Samtök eigenda sjávarjarða stefna íslenska ríkinu

MYND/E.Ól

Samtök eigenda sjávarjarða hafa höfðað má á hendur íslenska ríkinu vegna deilna um eignar- og nýtingarrétt á jörðum. Um er að ræða jörðina Horn I í Hornafirði og er eigandi hennar, Ómar Antonsson, stefnandi í málinu en hann er jafnframt formaður Samtaka eigenda sjávarjarða.

Fram kemur í stefnu Ómars að þess sé krafist að til eignarlands jarðarinnar teljist landsvæði allt innan netlaga jarðarinnar og teljist netlögin sjávarbotn 115 metrar út frá stórstraumsfjöruborði. Jafnframt að eignarréttinum fylgi einkaréttur á nýtingu náttúruauðlinda í netlögum jarðinnar, eins til fiskveiða, dýraveiða og fuglaveiða. Fram kemur á vef Bændasamtakanna að um prófmál gegn íslenska ríkinu sé að ræða og hefur málið þegar verið þingfest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×