Innlent

Bjartsýnn á framtíðina þrátt fyrir lítið fylgi flokksins

Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, Jón Sigurðsso, formaður, og Sæunn Stefánsdóttir, ritari, blása á kertin á afmæliskökunn.
Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, Jón Sigurðsso, formaður, og Sæunn Stefánsdóttir, ritari, blása á kertin á afmæliskökunn. MYND/Vísir

Elsti stjórnmálaflokkur landsins, Framsóknarflokkurinn, fagnaði níutíu ára afmæli sínu í dag. Formaðurinn segist bjartsýnn á framtíðina en aldrei í sögu flokksins hefur fylgi hans mælst jafn lágt.

Uppruna flokksins má rekja til tveggja hreyfinga, samvinnuhreyfingarinnar og ungmennafélaganna sem börðust meðal annars fyrir almennum framförum og umbótum í landinu, aukinni menntun og atvinnurekstri sem sem tryggði mönnum sannvirði fyrir vöru og vinnu. Þessi hugsjónalegi bakgrunnur hafði mikil áhrif á stefnu flokksins og framsóknarmenn segja hann gera það enn í dag.

Framsóknarmenn hafa í gegnum tíðina hvort tveggja unnið með vinstri og hægriflokkum í meirihlutasamstarfi í sveitarstjórnum og verið í ríkisstjórnarsamstarfi í 60 ár af þeim 90 sem flokkurinn hefur verið við líði.

Árið hefur verið flokknum erfitt. Fylgið hefur aldrei mælst jafnt lágt í skoðanakönnunum og töluvert var umrótið þegar Halldór Ásgrímsson lét af formennsku í vor. Síðast í gær tilkynnti Hjálmar Árnason þingflokksformaður að hann ætli fram gegn varaformanni flokksins í oddasætið í Suðurkjördæmi, við litla hrifningu þess síðarnefnda. Athygli vakti athygli að þingflokksformaðurinn var hvergi sjáanlegur á blaðamannafundinum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×