Innlent

Dansað í kringum jólatré með froskalappir

Eitt sérstæðasta jólaball landsins var haldið í dag en þar var synt en ekki gengið í kringum jólatréð. Sportkafarafélag Íslands stóð fyrir þessu jólaballi í gjánni Silfru á Þingvöllum og að sjálfsögðu mættu jólasveinarnir á svæðið með froskalappir á fótum og súrefniskúta á baki.

Nú þegar rúm vika er til jóla eru jólaböllin alsráðandi um land allt og jólasveinarnir mæta þar að sjálfsögðu í öllu sínu veldi. Sportkafarafélagið hélt sitt árlega jólaball í dag og er það örugglega það sérstæðasta og það blautasta á landinu. Kafarar skunduðu á Þingvöll að gjánni Silfru þar sem jólatré var komið fyrir neðan vatnsborðs og Stúfur var auðvitað mættur, girtur súrefniskútum og með froskalappir á fótum til þess að leiða dansinn eða öllu heldur sundið í kringum jólatréð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×