Kóreumenn æfir yfir dómgæslu 12. desember 2006 20:45 Yoon segir að dómgæslan í handboltanum á Asíuleikunum sé farsi NordicPhotos/GettyImages Fimmfaldir Asíumeistarar í handbolta, Suður-Kóreumenn, eru æfir yfir dómgæslunni í handboltakeppninni á leikunum að þessu sinni og náði gremja þeirra hámarki þegar liðið tapaði 40-28 fyrir Katar í undanúrslitum mótsins. Kóreumenn vilja meina að brögð séu í tafli. Suður-Kórea hefur sigrað í handboltakeppninni á leikunum allar götur í síðan leikarnir voru haldnir í Seul árið 1986 en Yoon Kyung-Shin, handboltamaður ársins í heiminum árið 2001, segir að óþefur sé af sigri heimamanna. "Ég er búinn að spila handbolta í meira en tvo áratugi og ég hef aldrei spilað annan eins leik, sem var eins og hann væri spilaður af börnum. Þessi leikur var íþróttinni til skammar," sagði Kóreumaðurinn. Dómarar leiksins voru frá Kúvæt og dæmdu þeir nokkur mörk af Suður-Kóreu og gáfu liðinu hvorki meira né minna en tíu tveggja mínútna brottvísanir og var því lið Kóreumanna skiljanlega ansi fáliðað lengst af leik. Handknattleikssambandið í Suður-Kóreu hafði þá þegar sent inn formlegt mótmælabréf til asíska handknattleikssambandsins og Ólympíusambands Asíu vegna lélegrar dómgæslu í tapleik liðsins gegn Kúvæt á föstudag, en þar voru dómararnir einmitt frá Katar. Það verða Katar og Kúvæt sem spila til úrslita á leikunum. Yoon hélt áfram; "Ég efast um að við hefðum unnið þennan leik þó við hefðum verið með tíu menn inni á vellinum. Þetta var eins og í lélegri bíómynd. Þjálfari Katar vildi ekki taka undir þessar alvarlegu ásakanir Kóreumanna og hafði fyrst og fremst áhyggjur af leiknum við Kúvæta. Hann sagði Kóreumenn þó ekki barnanna besta þegar kæmi að drengilegum leik og minnti á að leikmenn Suður-Kóreu hefðu verið hrokafullir og neitað að bjóða andstæðingum sínum góðann daginn fyrir leik. "Við myndum aldrei hegða okkur svona," sagði þjálfarinn. Þjálfari Suður-Kóreu mætti ekki á blaðamannafund eftir tapið í undanúrslitunum. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Sjá meira
Fimmfaldir Asíumeistarar í handbolta, Suður-Kóreumenn, eru æfir yfir dómgæslunni í handboltakeppninni á leikunum að þessu sinni og náði gremja þeirra hámarki þegar liðið tapaði 40-28 fyrir Katar í undanúrslitum mótsins. Kóreumenn vilja meina að brögð séu í tafli. Suður-Kórea hefur sigrað í handboltakeppninni á leikunum allar götur í síðan leikarnir voru haldnir í Seul árið 1986 en Yoon Kyung-Shin, handboltamaður ársins í heiminum árið 2001, segir að óþefur sé af sigri heimamanna. "Ég er búinn að spila handbolta í meira en tvo áratugi og ég hef aldrei spilað annan eins leik, sem var eins og hann væri spilaður af börnum. Þessi leikur var íþróttinni til skammar," sagði Kóreumaðurinn. Dómarar leiksins voru frá Kúvæt og dæmdu þeir nokkur mörk af Suður-Kóreu og gáfu liðinu hvorki meira né minna en tíu tveggja mínútna brottvísanir og var því lið Kóreumanna skiljanlega ansi fáliðað lengst af leik. Handknattleikssambandið í Suður-Kóreu hafði þá þegar sent inn formlegt mótmælabréf til asíska handknattleikssambandsins og Ólympíusambands Asíu vegna lélegrar dómgæslu í tapleik liðsins gegn Kúvæt á föstudag, en þar voru dómararnir einmitt frá Katar. Það verða Katar og Kúvæt sem spila til úrslita á leikunum. Yoon hélt áfram; "Ég efast um að við hefðum unnið þennan leik þó við hefðum verið með tíu menn inni á vellinum. Þetta var eins og í lélegri bíómynd. Þjálfari Katar vildi ekki taka undir þessar alvarlegu ásakanir Kóreumanna og hafði fyrst og fremst áhyggjur af leiknum við Kúvæta. Hann sagði Kóreumenn þó ekki barnanna besta þegar kæmi að drengilegum leik og minnti á að leikmenn Suður-Kóreu hefðu verið hrokafullir og neitað að bjóða andstæðingum sínum góðann daginn fyrir leik. "Við myndum aldrei hegða okkur svona," sagði þjálfarinn. Þjálfari Suður-Kóreu mætti ekki á blaðamannafund eftir tapið í undanúrslitunum.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Sjá meira