Innlent

Slapp ómeidd út út brennandi húsi á Akureyri

Roskin kona komst ómeidd út úr brennandi húsi sínu við Oddeyrargötu á Akureyri um klukkan tólf í gærkvöld og náði að gera nágrönnum sínum viðvart sem líka forðuðu sér út.

Eldurinn kom upp í nyrðri íbúðinni af þeim tveimur sem eru í Oddeyrargötu 10 um klukkan hálftólf í gærkvöld. Eldri konu tókst að bjarga sér út úr brennandi íbúðinni og lét hún nágranna sína vita sem forðuðu sér út úr hinni íbúðinni. Það var lán í óláni að konan skyldi ekki vera farin að sofa þegar eldurinn kom upp í sjónvarpi hennar.

Viðar Þorleifsson, varðstjóri hjá Slökkvilið Akureyri, segir að þegar slökkviliðið hafi komið á vettvang hafi eldur verið um alla efri hæðina. Slökkvilið hafi þó náð að slökkva eldinn á um tíu mínútum og þá hafi reykræsting tekið við, en reykur hafi verið um alla íbúðina og einnig í nærliggjandi íbúð.

 

Íbúarnir fengu næturgistingu hjá ættingjum eftir að hafa notið huggunar og aðhlynningar hjá nágrönnum. Vakt var höfð á húsinu fram eftir nóttu, en lögregla vinnur nú að rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×