Innlent

Dagur íslenskrar tónlistar í dag

MYND/Pjetur

Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur í dag og af því tilefni verður kynntur til sögunnar nýr Tónskáldasjóður 365. Við athöfn á Hótel Borg klukkan tólf verður jafnframt íslenskur tónlistarmaður heiðraður fyrir frábæran árangur á erlendri grundu og þá hefur hljómsveitin Baggalútur hönd í bagga með öllu saman. Auk þess munu helstu útvarpsstöðvar landsins færa íslenska tónlist til öndvegis í tilefni dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×