Innlent

Grund vill lögreglurannsókn á grein í Ísafold

Stjórn öldrunarheimilisins Grundar hefur farið fram á að lögreglan rannsaki hvort blaðamaður og ritstjóri tímaritsins Ísafoldar hafi gerst brotleg við lög, vegna greinar sem birtist í öðru tölublaði tímaritsins. Blaðamaðurinn réði sig sem starfsmann á Grund án þess að upplýsa um væntanleg greinaskrif.

 

 

Stjórnin telur að grein tímaritsins standist ekki lög, hvorki aðferðin við upplýsingaöflun, efnistök né umfjöllunin sjálf. Þá hefur lögmaður Grundar sent rítstjóra tímaritsins bréf með beiðni um að síðari hluti greinarinnar verði ekki byrtur af tillitssemi við heimilismenn Grundar. Efnistök og umfjöllun tímaritsins varðar ýmis lagaákvæði meðal annars réttindi sjúklinga og um málefni aldraðra svo og friðhelgi einkalífsins.

 

Þess er vænst að lögreglustjórinn í Reykjavík hraði rannsókn málsins og  þeir sem ábyrgir eru fyrir refsiverða háttsemi sæti opinberri ákæru fyrir brot sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×