Innlent

Söfnuðu 600 þúsund krónum fyrir SKB

Það var Ingi Þór Arnarson, framkvæmdastjóri Tax Free, sem afhenti styrkinn ásamt Guðmundi Friðrik Sigurðssyni.
Það var Ingi Þór Arnarson, framkvæmdastjóri Tax Free, sem afhenti styrkinn ásamt Guðmundi Friðrik Sigurðssyni.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fékk í síðustu viku 600 þúsund króna styrk frá Tax Free á Íslandi sem safnast hefur á síðustu fjórum árum.

Tax Free sér um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til ferðamanna sem hafa keypt varning á Íslandi en í mörgum tilfellum ákveður fólk að taka ekki við endurgreiðslunni og hefur fólki þá verið gefinn kostur á að láta féð renna til styrktarfélagsins. Frá árinu 2002 hafa safnast 500.000 krónur með þessum hætti en fimm starfsmenn Tax Free ákváðu að bæta við þá upphæð og greiddu 20.000 krónur hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×