Innlent

Heildarafli um 345 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra

Heildarafli ársins 2006 var í lok nóvember um 1.250.000 tonn sem er 345 þúsund tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra samkvæmt nýjum tölum Fiskistofu.

Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að samdrátturinn stafi af minni loðnuafla í ár. Tölurnar sýna einnig að aflinn í nýliðnum nóvember var nærri 105 þúsund tonn sem er rúmlega sex þúsund tonnum meira en í sama mánuði í fyrra. Síldaraflinn í nóvember reyndist 17 þúsund tonnum meiri en í nóvemer í fyrra en á móti var botnfiskaflinn rúmlega tíu þúsund tonnum minni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×