Innlent

Fagna strandflutningum

Vöruflutningar með skipum innanlands eru nú skattlagðir hærra en vöruflutningar með flutningabílum.
Vöruflutningar með skipum innanlands eru nú skattlagðir hærra en vöruflutningar með flutningabílum. MYND/Stefán

Stjórn Neytendasamtakanna fagna því að skipafélag sé að hefja strandflutninga á vörum á ný, þar sem strandflutningar skipafélaganna koma til með að létta á umferðarþunga stórra flutningabíla og auka öryggi á þjóðvegum.

Samtökin minna á að vöruflutningar með skipum innanlands eru nú skattlagðir hærra en vöruflutningar með flutningabílum. Samtökin fagna því að í drögum að samgönguáætlun fyrir árin 2007-2018 eigi að gæta jafnræðis við gjaldtöku ólíkra samgöngugreina. Þessu verður meðal annars náð með lækkun á gjaldtöku á vöruflutningum með skipum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×