Innlent

Björgunarsveitarmenn reyna að bjarga þaki hótels nærri Vík

Fjórtán björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Víkverja á Vík í Mýrdal reyna nú að koma í veg fyrir að þakið fjúki Hótel Dyrhólaey sem er um sjö kílómetra vestur af Vík. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, er mjög hvasst á svæðinu og er vindur að snúast í suðaustanátt sem samkvæmt upplýsingum heimamanna er sérlega óhagstæð í Mýrdalnum. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að óveður sé undir Eyjafjöllum, Mýrdalssandi, í Öræfasveit og um Hvalnes. Þá er sömuleiðis óveður á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, í Staðarsveit og um Fróðárheiði og víða hvasst um vestanvert landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×