Innlent

Mistök að styðja innrás í Írak

 

Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins segir stuðning við Íraksstríðið hafa verið mistök sem hafi byggst á röngum upplýsingum. Ákvarðanir um öryggismál og alþjóðaverkefni beri ævinlega að taka eftir vandaðasta undirbúning og trúnaðarsamráð við lögmætar stofnanir eins og utanríkismálanefnd alþingis.

 

Jón Sigurðsson talaði tæpitungulaust í ræðu sinni á Miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í morgun og uppskar góðar undirtektir viðstaddra. Hann gerði upp stuðning Íslands við innrásina í Írak og kvað hann hafa verið mistök.

Hann sagði ágreining og stefnumun milli stjórnarflokkanna, deilt væri um hversu langt væri hægt að ganga í einkavæðingu, deilt væri um samkeppni, óhefta frjálshyggju eða þjóðleg samvinnuviðhorf. Það væri einnig djúpstæður munur milli framsóknarflokksins og stjórnarandstöðu. Þar tækjust á andstæðurnar þjóðleg félagshyggja og sósíalismi í mismunandi afbrigðum, vernd og nýting auðlindanna eða upphlaup og öfgar stjórnarandstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×