Innlent

ASÍ segir loforð um vaxtabætur svikin

 

Alþýðusamband Íslands telur ríkisstjórnina svíkja yfirlýsingu sína um vaxtabætur sem gefin var út í tengslum við endurskoðun kjarasamninga.

Fjöldi einstaklinga sem hafi fengið lágar eða engar vaxtabætur í ágúst fái nú enga leiðréttingu þrátt fyrir yfirlýsinguna. Samkvæmt frumvarpinu byrja vaxtabætur að skerðast þegar hrein eign húsnæðiskaupenda hefur náð tæpum átta milljónum í stað rúmlega sex milljóna eins og áður. Þær falla svo alveg niður þegar hrein eign nemur tæpum þrettán milljónum. Verkalýðshreyfingin hafði áður gert kröfu um að farið yrði yfir upplýsingar frá Ríkisskattstjóra til að fá upplýsingar um hvaða hópar yrðu verst úti vegna skerðinga. Forseti ASÍ segir að ekkert samráð hafi verið haft eins og lofað hafi verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×