Innlent

Krónan lækkar áfram

Evran og aðrir erlenir gjaldmiðlar vega æ þyngra á vogarskálunum eftir því sem vægi krónunnar minnkar
Evran og aðrir erlenir gjaldmiðlar vega æ þyngra á vogarskálunum eftir því sem vægi krónunnar minnkar MYND/Getty

Gengi krónunnar hélt áfram að lækka í morgun eftir að hafa lækkað um eitt komma fjörutíu og fjögur prósent í gær. Það hefur því lækkað um rétt tæp sex prósent frá því að það fór að lækka umtalsvert, laust fyrir miðjan mánuðinn. Ein ástæða þessa er talin vera að engin krónubréf hafa verið gefin út í rúman mánuð, en útgáfa þeirra hefur jafnan styrkt krónuna.

Greiningardeild KB banka útilokar ekki enn frekari lækkun krónunnar á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×