Margrét Frímannsdóttir var hundsuð sem formaður af meirihluta þingflokks Alþýðubandalagsins 19. nóvember 2006 18:30 Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, segir í nýútkominni bók, að meirihluti þingflokks Alþýðubandalagsins hafi á sínum tíma kosið sér annan formann og hundsað hana á þingflokksfundum. Hún lýsir því hvernig flokkurinn var margklofinn en segir sömu stöðu ekki vera uppi innan Samfylkingarinnar nú á milli stuðningsmanna Össurar Skarphéðissonar annars vegar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hins vegar. Í bókinni "Stelpan frá Stokkseyri" eftir Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur, er sviftingum í einka- og stjórnmálalífi Margrétar Frímannsdóttur lýst. Margrét segir frá því sem hún kallar karlaveldið á Alþingi og ekki hvað síst innan þingflokks Alþýðubandalagsins, þar sem karlarnir hafi vanist því að ná sínu fram án tillits til þess sem konur innan þingflokksins sögðu og vildu. Árið 1995 gat Ólafur Ragnar Grímsson ekki setið lengur sem formaður samkvæmt reglum flokksins um kjörtímabil formanns. Margrét lýsir því hvernig meirihluti þingflokksins hafi gengið út frá því vísu að Steingrímur J Sigfússon yrði næsti formaður flokksins. Margrét sigraði Steingrím hins vegar í formannskjöri, þar sem allir flokksmenn höfðu kosningarétt, með 53,5 prósentum atkvæða. Eftir að Margrét var kosin lýsir hún köldu andrúmslofti innan þingflokksins, þar sem mikill meirihluti hans hafi í raun hundsað hana sem formann. Hún hafi því farið með öll sín stefnumál til miðstjórnar, framkvæmdastjórnar og landsfunda. "Og þingflokkurinn varð auðvitað, þegar gerðar höfðu verið samþykktir á landsfundum eða á miðstjórnarfundum, að fara eftir þeim," segir Margrét. Hún segir ekki fara á milli mála að meirihluti þingflokksins hafi hundsað hana sem formann. Innan þingflokksins hafi verið þingmenn sem sem höfðu kosið sér annan formann, mann sem ekki hefði náð kosningu, en stór hluti þingflokksins hafi engu að síður litið á sem formann flokksins. Margrét segir ekki hægt að heimfæra þessa stöðu hennar innan þingflokks Alþýðubandalagsins við stöðu formanns Samfylkingarinnar nú, vegna meintra armaskiptinga stuðningsfólks Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem tókust á í formannsslag. "Nú vinna þau sem teymi fyrir flokkinn, hann sem þingflokksformaður og hún sem formaður og ég fullyrði að þingmenn sýna þeim báðum fullan trúnað," segir Margrét Frímannsdóttir. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, segir í nýútkominni bók, að meirihluti þingflokks Alþýðubandalagsins hafi á sínum tíma kosið sér annan formann og hundsað hana á þingflokksfundum. Hún lýsir því hvernig flokkurinn var margklofinn en segir sömu stöðu ekki vera uppi innan Samfylkingarinnar nú á milli stuðningsmanna Össurar Skarphéðissonar annars vegar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hins vegar. Í bókinni "Stelpan frá Stokkseyri" eftir Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur, er sviftingum í einka- og stjórnmálalífi Margrétar Frímannsdóttur lýst. Margrét segir frá því sem hún kallar karlaveldið á Alþingi og ekki hvað síst innan þingflokks Alþýðubandalagsins, þar sem karlarnir hafi vanist því að ná sínu fram án tillits til þess sem konur innan þingflokksins sögðu og vildu. Árið 1995 gat Ólafur Ragnar Grímsson ekki setið lengur sem formaður samkvæmt reglum flokksins um kjörtímabil formanns. Margrét lýsir því hvernig meirihluti þingflokksins hafi gengið út frá því vísu að Steingrímur J Sigfússon yrði næsti formaður flokksins. Margrét sigraði Steingrím hins vegar í formannskjöri, þar sem allir flokksmenn höfðu kosningarétt, með 53,5 prósentum atkvæða. Eftir að Margrét var kosin lýsir hún köldu andrúmslofti innan þingflokksins, þar sem mikill meirihluti hans hafi í raun hundsað hana sem formann. Hún hafi því farið með öll sín stefnumál til miðstjórnar, framkvæmdastjórnar og landsfunda. "Og þingflokkurinn varð auðvitað, þegar gerðar höfðu verið samþykktir á landsfundum eða á miðstjórnarfundum, að fara eftir þeim," segir Margrét. Hún segir ekki fara á milli mála að meirihluti þingflokksins hafi hundsað hana sem formann. Innan þingflokksins hafi verið þingmenn sem sem höfðu kosið sér annan formann, mann sem ekki hefði náð kosningu, en stór hluti þingflokksins hafi engu að síður litið á sem formann flokksins. Margrét segir ekki hægt að heimfæra þessa stöðu hennar innan þingflokks Alþýðubandalagsins við stöðu formanns Samfylkingarinnar nú, vegna meintra armaskiptinga stuðningsfólks Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem tókust á í formannsslag. "Nú vinna þau sem teymi fyrir flokkinn, hann sem þingflokksformaður og hún sem formaður og ég fullyrði að þingmenn sýna þeim báðum fullan trúnað," segir Margrét Frímannsdóttir.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira