Innlent

Fréttir af framkvæmdum Norsk Hydro "út úr öllum kortum"

MYND/Gunnar V. Andrésson

Iðnaðarráðherra Jóni Sigurðssyni er ekki kunnugt um þær stórfelldu hugmyndir sem fjölmiðlar hafa um framkvæmdir Norsk Hydro á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. „Þær eru langt fjarri þeim áætlunum sem hingað til hafa verið kynntar og í raun alveg út úr öllum kortum,“ segir um fréttir í fjölmiðlum í tilkynningunni.

Iðnaðarráðherra fundaði með fulltrúum Norsk Hydro í gær um væntanlega skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík. Segir hann að þar hafi ekki verið minnst á neinar framkvæmdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×