Formúla 1

Mika Hakkinen ekur ekki fyrir McLaren

Mika Hakkinen er ekki á leið í Formúluna á ný
Mika Hakkinen er ekki á leið í Formúluna á ný NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn McLaren-liðsins í Formúlu 1 hafa neitað því að liðið sé að reyna að lokka fyrrum heimsmeistarann Mika Hakkinen aftur til keppni til að aka við hlið heimsmeistarans Fernando Alonso á næsta tímabili.

McLaren-liðið viðurkenndi að Finninn hefði að vísu verið í herbúðum liðsins á dögunum þar sem hann hefði verið að prófa ökuhermi liðsins. "Mika prófaði ökuhermir okkar á dögunum og bauðst til að aðstoða okkur við undirbúningsvinnu okkar, en hann er ekki að fara að keppa fyrir okkur og við munum tilkynna hver ekur við hlið Alonso fljótlega," sagði yfirmaður liðsins Martin Whitmarsh.

Hakkinen varð heimsmeistari með liði McLaren árin 1998 og 1999 en lagði stýrið á hilluna árið 2001 og hefur síðan verið að keppa í þýsku DTM mótaröðinni. Hann var í Brasilíu um daginn þegar Michael Schumacher keppti í sinni síðustu keppni. Hann gaf það upp á dögunum að lið Williams hefði reynt að fá sig í sínar raðir árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×