Innlent

Styrkir fyrir prófkjör ekki hærri en 300 þúsund krónur

Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en 300 þúsund krónur, samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem lýkur störfum í dag.

Eftir að nefndin hefur lokið störfum fer lagafrumvarp til kynningar í þingflokkunum, þar sem er næsta öruggt að full samstaða náist enda hafa formenn stjórnmálaflokkanna allir átt fundi fyrir um meginefni frumvarpsins.

Bókhald stjórnmálaflokkanna verður samkvæmt frumvarpinu endurskoðað af löggiltum endurskoðendum og skylt að upplýsa um allar lykiltölur í því. Ríkisendurskoðun mkun jafnframt verða yfirendurskoðandi bókhaldsins.

Styrkir til stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjörum mega aldrei verða hærri en þrjúhundruð þúsund krónur. Skylt verður að upplýsa um styrki frá fyrirtækjum en styrkir frá einstaklingum geta áfram verið nafnlausir. Sömu reglur gilda um forsetakosningar. Þá verða settar reglur um prófkjör og miðað við að kostnaður einstaklinga við prófkjör megi ekki verða hærri en tíu milljónir í fjömennustu kjördæmunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×