Innlent

Mýrin með mestu aðsókn á Íslandi á þessu ári

Kvikmyndin Mýrin er orðin aðsóknarmesta mynd sem sýnd hefur verið í íslenskum kvikmyndahúsum á þessu ári. 65.670 manns hafa séð hana eftir aðeins 27 daga í sýningu í kvikmyndahúsum. Mýrin sló aðsóknarmet Pirates of the Caribbean 2 en 65.368 manns sáu myndina á árinu. Mýrin er einnig eina myndin sem hefur náð að tróna á toppi íslenska bíólistans fjórar vikur í röð

 

Pirates, Ísöld 2 og Da Vinci Code komust næst því með því að sitja þrjár vikur á toppi listans.

Mýrin er einnig tekjuhæsta íslenska myndin frá upphafi og átti langstærstu opnun ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×