Innlent

Stórfoss bætist í flota Eimskipa

Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur tekið við nýju frystiskipi í Noregi. Lára Konráðsdóttir gaf því nafnið Stórfoss, en með tilkomu þess bætir félagið siglingaáætlun sína frá Noregi til Bretlands, Belgíu og Hollands. Skipið er óvenju hraðskreitt, gengur á 16 mílum, og er þannig hannað að lestun og losun tekur talsvert skemmri tíma en venja er.

Þetta er annað skip sömu tegundar, sem félagið hefur látið smíða fyrir sig. Eimskip rekur nú hátt í 50 skip, rúmlega þrettán hundruð flutningabíla og yfir hundrað kæli- og frystigeymslur víða um heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×