Körfubolti

Skallagrímur lagði Hauka

Darrell Flake
Darrell Flake mynd/anton brink

Skallagrímsmenn lögðu Hauka 98-79 á Ásvöllum í Hafnarfirði í fyrsta leik dagsins í úrvalsdeild karla í körfubolta. Darrell Flake átti stórleik fyrir Skallana, skoraði 27 stig og hirti 18 fráköst og Jovan Zdravevski skoraði 23 stig. Roni Leimu skoraði 27 stig fyrir Hauka, Kevin Smith 17 og Kristinn Jónasson skoraði 15 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var fimmti sigur Skallagríms í röð í deildinni eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum.

Þrír leikir standa nú yfir í deildinni. Tindastóll tekur á móti Grindavík fyrir norðan, ÍR fær KR í heimsókn og Þór í Þorlákshöfn tekur á móti Fjölni. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×