Körfubolti

Stórt tap hjá Keflvíkingum

Magnús Gunnarsson gat ekki leikið með Keflvíkingum í kvöld þar sem hann og konan hans voru að eignast barn
Magnús Gunnarsson gat ekki leikið með Keflvíkingum í kvöld þar sem hann og konan hans voru að eignast barn Mynd/Heiða

Keflvíkingar töpuðu fyrsta leik sínum í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta 107-74 gegn Mlekana Kurin frá Tékklandi ytra í kvöld. Tékkneska liðið er mjög sterkt og því var við ramman reip að draga fyrir Keflvíkinga, sem auk þess voru án Magnúsar Gunnarssonar sem var að eignast sitt fyrsta barn með konu sinni.

Jermain Williams og Thomas Soltau voru stigahæstir í liði Keflavíkur með 16 stig hvor, en auk þessara liða spila BC Dnipro og Holmen Norrköping í D-riðli keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×