Körfubolti

Skallagrímur lagði Fjölni

Dimitar Karadzovski skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Skallana í kvöld
Dimitar Karadzovski skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Skallana í kvöld Mynd/Vilhelm

Skallagrímsmenn úr Borgarnesi gerðu góða ferð í Grafarvoginn í kvöld og unnu 94-80 sigur á Fjölni í úrvalsdeild karla í körfubolta. Hamar/Selfoss lagði Tindastól 82-78 í Hveragerði og nældi þar með í sinn fyrsta sigur í deildinni. Einn leikur var í efstu deild kvenna og þar vann Grindavík auðveldan 80-60 sigur á Breiðablik í Kópavogi.

Dimitar Karadzovski skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Skallagrím í sigrinum á Fjölni, Jovan Zdravevski skoraði 23 stig og Farrell Flake skoraði 16 stig og hirti 21 frákast. Hjá Fjölni var Patrick Oliver atkvæðamestur með 21 stig og 8 fráköst, Keith Vassell skoraði 16 stig og hirti 16 fráköst og Nemenja Sovic skoraði 16 stig og hirti 7 fráköst.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.