Körfubolti

Skallagrímur lagði Fjölni

Dimitar Karadzovski skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Skallana í kvöld
Dimitar Karadzovski skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Skallana í kvöld Mynd/Vilhelm

Skallagrímsmenn úr Borgarnesi gerðu góða ferð í Grafarvoginn í kvöld og unnu 94-80 sigur á Fjölni í úrvalsdeild karla í körfubolta. Hamar/Selfoss lagði Tindastól 82-78 í Hveragerði og nældi þar með í sinn fyrsta sigur í deildinni. Einn leikur var í efstu deild kvenna og þar vann Grindavík auðveldan 80-60 sigur á Breiðablik í Kópavogi.

Dimitar Karadzovski skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Skallagrím í sigrinum á Fjölni, Jovan Zdravevski skoraði 23 stig og Farrell Flake skoraði 16 stig og hirti 21 frákast. Hjá Fjölni var Patrick Oliver atkvæðamestur með 21 stig og 8 fráköst, Keith Vassell skoraði 16 stig og hirti 16 fráköst og Nemenja Sovic skoraði 16 stig og hirti 7 fráköst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.