Formúla 1

Nóg að vinna einn titil í viðbót

Prinsinn og kóngurinn - Alonso og Schumacher, takast hér í hendur eftir Brasilíukappaksturinn um liðna helgi.
Prinsinn og kóngurinn - Alonso og Schumacher, takast hér í hendur eftir Brasilíukappaksturinn um liðna helgi. NordicPhotos/GettyImages

Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist sáttur geta lagt stýrið á hilluna ef hann nær að vinna einn titil í viðbót og jafna þar með árangur Brasilíumannsins Ayrton Senna. Hinn 25 ára gamli Spánverji varð um helgina heimsmeistari annað árið í röð.

"Ef ég næ að vinna annan titil fyrir McLaren og keppi aldrei fyrir Ferrari, yrði það ekki ósvipaður ferill og Ayrton Senna átti á sínum tíma," sagði Alonso. "Hann vann þrjá titla og ef ég næði að leika það eftir, yrði það sannarlega árangur sem ég gæti unað við," sagði Alonso, sem gengur í raðir McLaren á næsta ári eftir að hafa unnið tvö ár í röð hjá Renault. Hann bindur miklar vonir við nýja liðið sitt, en þar á bæ bíður manna erfitt verkefni því liðið vann ekki eina einustu keppni á nýafstöðnu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×