Innlent

Safna undirskriftum gegn mismunun Símans

Vestfirðingar og aðrir landsbyggðarmenn eru ósáttir við að greiða jafnmikið og aðrir fyrir hægari tengingu.
Vestfirðingar og aðrir landsbyggðarmenn eru ósáttir við að greiða jafnmikið og aðrir fyrir hægari tengingu. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Vestfirðingar standa nú fyrir undirskriftasöfnun á internetinu gegn því sem þeir kalla "misdýr gjaldsvæði í nafni einokunar". Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is. Nýlega var mesti gagnaflutningshraði ADSL-þjónustu Símans aukinn um helming á suðvesturhorninu og í grennd við Akureyri, án þess að verð væri hækkað. Nú greiða Vestfirðingar því sama verð fyrir 6Mb/s og flestir aðrir greiða fyrir 12Mb/s.

Þessu mótmæla Vestfirðingar og aðrir landsbyggðarbúar sem búa utan helstu þjónustusvæða Símans taka í sama streng. Á síðunni www.snerpa.is/siminn er undirskriftalistann að finna, auk þess sem landsbyggðarbúar geta lagt orð í belg. Þar er meðal annars bent á að áskrifendur utan helstu þjónustusvæða geti ekki fengið aðgang að þeim tugum sjónvarpsrása sem Síminn auglýsi að áskrifendur ADSL-þjónustu sinnar geti stytt sér stundir með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×