Innlent

Íslandsmót í atskák í Vestmannaeyjum

Íslandsmótið í atskák fer nú fram í Vestmannaeyjum í tilefni af 80 ára afmæli Taflfélags Vestmannaeyja. Þar keppa nokkrir af bestu skákmönnum Íslands af yngri kynslóðinni. Bæjarstjórinn Elliði Vignisson setti mótið í dag og lék fyrsta leikinn í skák yngsta keppandans, sem er sjö ára gamall.

Klukkan hálffjögur hefst síðan opið hraðskákmót þar sem börn og unglingar eru sérstaklega velkomin. Mótið fer fram samhliða átta manna úrslitum í atskákmótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×