Innlent

Vilja lækka matarverð um fjórðung

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, á flokksþingi Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, á flokksþingi Samfylkingarinnar. MYND/Daníel Rúnarsson

 

Þingmenn Samfylkingarinnar kynntu í dag tillögur til lækkunar matarverðs á Íslandi sem þeir telja að geti lækkað matarreikning íslenskrar fjölskyldu um 200 þúsund á ári. Meðalfjölskylda á Íslandi eyðir um 750.000 krónum á ári í matvæli. Samfylkingin vill meðal annars fella niður vörugjöld og innflutningstolla af matvælum og lækka virðisaukaskatt af matvælum um helming.

Segjast þingmennirnir munu leggja fram þingsályktunartillögu strax í upphafi komandi þings þar sem breytingarnar verði lagðar fram. Einnig vilja Samfylkingarmenn breyta fyrirkomulagi á stuðningi við bændur á þann hátt að teknar verði upp tímabundnnar beinar greiðslur og umhverfisstyrkir.

Einnig vilja Samfylkingarmenn að landbúnaðarframleiðsla falli undir samkeppnislög og að í fjárlagagerð verði tryggt að allur stuðningur við landbúnað sé opinn og gegnsær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×