Sport

Holyfield ætlar að keppa aftur

Evander Holyfield hefur ekki sagt sitt síðasta í boxinu
Evander Holyfield hefur ekki sagt sitt síðasta í boxinu NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum heimsmeistarinn í þungavigt, Evander Holyfield, hefur enn ekki sagt sitt síðasta í hringnum og ætlar að bjóða upp á eina endurkomuna enn. Holyfield hefur ekki barist síðan árið 2004, en þá tapaði hann svo illa að hnefaleikaleyfið var tekið af honum í New York.

Holyfield er orðinn 43 ára gamall og hefur aðeins unnið einn af síðustu sex bardögum sínum, en hann var áður óumdeildur heimsmeistari í þungavigt. "Ég ætla að sýna fólki að ég geti enn barist. Það eru fjórir heimsmeistarar hjá samböndunum núna og það getur vel verið að ég geti náð að vinna einhvern þeirra ef ég fæ til þess tækifæri," sagði Holyfield, sem mætir Jeremy Bates í Dallas í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×