Erlent

Gefa ekki frekari upplýsingar um hermanninn

Deilur Palestínumanna og Ísraela aukast enn.
Deilur Palestínumanna og Ísraela aukast enn.

Palenstínsku skæruliðarnir sem hafa ísraelskan hermann í haldi sögðu í morgun að þeir ætluðu ekki að gefa frekari upplýsingar um líðan hans eftir að stjórnvöld í Ísrael höfnuðu tilboði um skipti á hermanninum og palenstínskum föngum.

Skæruliðarnir höfðu gefið stjórnvöldum frest til klukkan þrjú í nótt til að verða við tilboði þeirra. Ísraelsher hélt áfram loftárásum á Gaza í nótt og í morgun en meðal skotmarka að þessu sinni var íslamski háskólinn í Gazaborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×