Erlent

Allt að þrjátíu manns týndu lífi í lestarslysi

MYND/AP

Óttast er að allt að þrjátíu manns hafi látið lífið þegar neðanjarðarlest í spænsku borginni Valencia fór út af spori og fór á hvolf. Um 150 manns voru fluttir burt frá lestarstöðinni þar sem slysið varð. Embættismaður í Valencia segir að svo virðist sem lestin hafi farið of hratt og að hjól hafi brotnað þegar lestarstjórinn hemlaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×