Innlent

Actavis gefur 10 milljónir til Krabbameinsfélags Íslands

Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis Group afhendir Guðrúnu Agnarsdóttur forstjóra Krabbameinfélagsins styrkinn.
Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis Group afhendir Guðrúnu Agnarsdóttur forstjóra Krabbameinfélagsins styrkinn.
Actavis gaf í dag, Krabbameinsfélagi Íslands 10 milljónir í tilefni að 55 ára afmæli félagsins. Haft er eftir Svöfu Grönfeldt, aðstoðarforstjóra Actavis, í tilkynningu frá þeim að gjöfin sé veitt á þessum tímamótum í viðurkenningarskyni fyrir áratuga starf Krabbameinsfélagsins í þágu baráttunnar gegn krabbameini. Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélagsins segir gjöfin koma að sérstaklega góðum notum til að styrkja hin fjölmörgu verkefni félagsins. Actavis hefur einnig nýlega fest kaup á rúmensku lyfjafyrirtæki sem sérhæfi sig í framleiðslu samheitakrabbameinslyfja í Evrópu og getur þannig lagt sitt lóð á vogarskálina í baráttunni gegn krabbameini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×