Erlent

Ekki víst að Chirac óski eftir endurkjöri

Mynd/AP

Jacques Chirac tilkynnir ekki fyrr en á næsta ári hvort hann ætli aftur að bjóða sig fram til forseta næsta vor. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali í gær. Forsetinn verður sjötíu og fjögurra ára á næsta ári. Forsetinn hefur aldrei verið óvinsælli og stjórnmálaskýrendur í Frakklandi eiga ekki von á að hann sækist eftir endurkjöri. Óeirðir í úthverfum Parísar og ásakanir um þátttöku í ófrægingarherferð gegn öðrum stjórnmálamanni hafa valdið honum erfiðleikum síðustu mánuði. Í viðtalinu sagðist Chirac treysta núverandi forsætisráðherra, Doninique de Villepin, fullkomlega þó erfið mál hefðu einnig reynst honum fjötur um fót. Því er spáð að de Villepin bjóði sig fram til forseta á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×