Erlent

Forseti Írans efast enn um helförina

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. MYND/AP

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, endurtók í dag fyrri staðhæfingar sínar um að helför nasista gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni sé ekki studd nægilega traustum heimildum og því þurfi að gera nýja og óháða sagnfræðirannsókn á atburðunum sem áttu sér stað í vinnubúðum nasista.

Ahmadinejad lét þessi orð falla á ráðstefnu öryggisbandalags mið- og Austur-Asíu sem haldin er í Shanghai þessa dagana. Þar hefur hann átt tvíhliða fundi með forsetum Rússlands og Kína og falast eftir áframhaldandi stuðningi þeirra í deilunni við Vesturveldin. Ahmadinejad sagðist ekki óttast árás Ísraelsmanna, ef þeir reyna að stöðva kjarnorkuáætlun Írana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×