Innlent

Vinstri-grænir gagnrýna áherslur nýja meirihlutans

Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs í Reykjavík.
Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs í Reykjavík. Mynd/Heiða

Vinstri hreyfingin-grænt framboð segja að nýmynduð meirihlutastjórn í Reykjavik sé líklega sú versta fyrir Reykjavík og Reykvíkinga. Í yfirlýsingu sem borgarstjórnarflokkur sendi frá sér í dag segir að nýji meirihlutinn muni innsigla gamaldags karlapólitík þar sem verulega hallar á hlut kvenna í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar. Þá segir einnig að þörf verði á virku aðhaldi Vinstri grænna varðandi kvenfrelsi og jafnfrétti sem og í öðrum pólitískum viðfangsefnum, og að slíkt aðhald verði veitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×