Innlent

Hanna Birna er nýr forseti borgarstjórnar

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur MYND/Pjetur
Hanna Birna Kristjánsdóttir er nýr forseti borgarstjórnar en kosningu var að ljúka á borgarstjórnarfundi sem nú stendur yfir. Hún hlaut átta atkvæði en sjö af fimmtán borgarfulltrúm skiluðu auðu. Björn Ingi Hrafnsson var kosinn fyrsti varaforseti borgarstjórnar. Júlíus Vífill Ingvarsson var kosinn annar varaforseti borgarstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×