Sænska ríkið greiði skaðabætur vegna njósna 11. júní 2006 18:45 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt sænska ríkið til að greiða fimm Svíum á fimmtu milljón íslenskra króna í skaðabætur fyrir mannréttindabrot þegar öryggislögreglan njósnaði um þá og geymdi upplýsingar. Nýlega var upplýst að símar fjölda íslenskra þingmanna voru hleraðir á tímum kalda stríðsins. Um er að ræða fimm sænska ríkisborgara. Einn þeirra er virtur mannréttindafrömuður og fyrrverandi þingmaður, þrír eru eða voru virkir á vinstri væng stjórnmálanna og sá fimmti er virtur blaðamaður á Gautaborgarpóstinum. Á árunum 1997 til 2000 óskuðu þau öll eftir því að fá aðgang að upplýsingum sem öryggislögreglan Säpo hafði aflað um þau og geymt í fjölda ára. Flest fengu þau takmarkaðan aðgang að gögnunum en var neitað um að fá að sjá þau í heild sinni á grundvelli þess að það gæti stefnt þjóðaröryggi í hættu. Mannréttindadómstóllinn leggur ekki mat á það hvort sænsk yfirvöld hafi verið í rétti með að neita um að veita aðgang að gögnunum á þeim grundvelli en segir að brotið hafi verið gegn tjáningarfresli og einkalífi fjögurra Svíanna og gagnvart öllum fimm hafi verið brotið gegn rétti þeirra til að fá skjótan lausn sinna mála í heimalandinu. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, sem hefur rannsakað hleranir íslenskra stjórnvalda á árunum 1949 til 1968 segir málin hér heima og í Svíþjóð ekki fyllilega sambærileg. Í Svíþjóð hafi gagna verið aflað með skipulögðum hætti yfir lengri tíma en hér á landi hafi verið hlerað í ákveðnum tilvikum og fengist til þess dómsúrskurður. Guðni segir að hér á landi hafi vissulega verið eftirlit með fólki sem tók þátt í mótmælum og það ljósmyndað. Hann efast þó um að eftirlitið hafi verið jafn víðtækt hér og til dæmis í Svíþjóð en rannsókn á hlerunarmálinu kunni þó að leiða annað í ljós. Samkvæmt þingsályktunartillögu Halldórs Ásgrímssonar, fráfarandi forsætisráðherra, verður sett á laggirnar nefnd sem mun skoða, í samráði við formenn þingflokka, opinber gögn sem snerta öryggismál landsins á árunum 1945 til 1991 og er henni ætlað að skila niðurstöðu fyrir árslok. Guðni segir að sér virðist sem þeir sem hafi orðið fyrir hlerunum hér á landi muni eiga erfitt með að krefjast skaðabóta þar sem leyfi hafi fengist fyrir gjörningnum með dómsúrskurði. Líklegt sé að þeir sem telji á sér brotið vilji frekar fá málið upp á yfirborðið og að fullu upplýst. Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt sænska ríkið til að greiða fimm Svíum á fimmtu milljón íslenskra króna í skaðabætur fyrir mannréttindabrot þegar öryggislögreglan njósnaði um þá og geymdi upplýsingar. Nýlega var upplýst að símar fjölda íslenskra þingmanna voru hleraðir á tímum kalda stríðsins. Um er að ræða fimm sænska ríkisborgara. Einn þeirra er virtur mannréttindafrömuður og fyrrverandi þingmaður, þrír eru eða voru virkir á vinstri væng stjórnmálanna og sá fimmti er virtur blaðamaður á Gautaborgarpóstinum. Á árunum 1997 til 2000 óskuðu þau öll eftir því að fá aðgang að upplýsingum sem öryggislögreglan Säpo hafði aflað um þau og geymt í fjölda ára. Flest fengu þau takmarkaðan aðgang að gögnunum en var neitað um að fá að sjá þau í heild sinni á grundvelli þess að það gæti stefnt þjóðaröryggi í hættu. Mannréttindadómstóllinn leggur ekki mat á það hvort sænsk yfirvöld hafi verið í rétti með að neita um að veita aðgang að gögnunum á þeim grundvelli en segir að brotið hafi verið gegn tjáningarfresli og einkalífi fjögurra Svíanna og gagnvart öllum fimm hafi verið brotið gegn rétti þeirra til að fá skjótan lausn sinna mála í heimalandinu. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, sem hefur rannsakað hleranir íslenskra stjórnvalda á árunum 1949 til 1968 segir málin hér heima og í Svíþjóð ekki fyllilega sambærileg. Í Svíþjóð hafi gagna verið aflað með skipulögðum hætti yfir lengri tíma en hér á landi hafi verið hlerað í ákveðnum tilvikum og fengist til þess dómsúrskurður. Guðni segir að hér á landi hafi vissulega verið eftirlit með fólki sem tók þátt í mótmælum og það ljósmyndað. Hann efast þó um að eftirlitið hafi verið jafn víðtækt hér og til dæmis í Svíþjóð en rannsókn á hlerunarmálinu kunni þó að leiða annað í ljós. Samkvæmt þingsályktunartillögu Halldórs Ásgrímssonar, fráfarandi forsætisráðherra, verður sett á laggirnar nefnd sem mun skoða, í samráði við formenn þingflokka, opinber gögn sem snerta öryggismál landsins á árunum 1945 til 1991 og er henni ætlað að skila niðurstöðu fyrir árslok. Guðni segir að sér virðist sem þeir sem hafi orðið fyrir hlerunum hér á landi muni eiga erfitt með að krefjast skaðabóta þar sem leyfi hafi fengist fyrir gjörningnum með dómsúrskurði. Líklegt sé að þeir sem telji á sér brotið vilji frekar fá málið upp á yfirborðið og að fullu upplýst.
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira